Eigandi Hótel Ljósalands handtekinn, grunaður um að hafa kveikt í hótelinu

Eigandi Hótel Ljósalands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa kveikt í hótelinu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

RÚV greinir frá því að tilkynnt hafi verið um brunann á sjötta tímanum í morgun en búið er að slökkva eldinn. Engin slys urðu á fólki en miklar skemmdir urðu á gistiaðstöðu hótelsins og er um þriðjungur þess hruninn. Það sem eftir stendur er illa farið af eld, reyk og sóti.

Hótel Ljósaland er upp af sunnanverðum Gilsfirði og gistiaðstaða fyrir 16 manns var nýlega tekin í notkun. Á vef RÚV kemur fram að húsnæði nær þjóðveginum hafi verið breytt úr verslun og bensínstöð, í veitingasölu, sportbar og hótelmóttöku.

Auglýsing

læk

Instagram