Einar gerði BA ritgerð um orðið „fokk“ og komst að því að það er ekki bara blótsyrði

Einar Lövdahl Gunnlaugsson komst að því þegar hann var að skrifa BA ritgerð í íslensku að orðið fokk hefði verið til í málinu okkar á 17. öld en sögnin að fokka og nafnorðið fokk, höfðu og hafa enn nokkuð fjölbreytilega merkingu.

Einar útskrifaðist nýverið frá Háskóla Íslands en lokaritgerð hans fjallaði um orðið: „fokk“ og bar heitið: „Hvað í fokkanum geri ég þegar ég útskrifast?“

Auglýsing

Einar var gestur í Síðdegisútvarpi Rásar tvö í vikunni þar sem hann ræddi ritgerðina og uppruna orðsins. Einar segir að sögnin að fokka geti þýtt á íslensku að gaufa eða að dunda og nafnorðið fokk þýði leiðinlegt starf.

Hann bjó lengi vel í Bandaríkjunum og segir að orðið sé álitið ljótara þar í landi og blótskraftur orðsins sé sterkari þar ytra. „Við notum þetta orð aldrei um bókstaflega hlutinn, samfarir og það gæti verið skýringin,“ sagði Einar í Síðdegisútvarpinu.

„Þessi orð eiga sömu rætur og eru rakin til norrænna mála en orðið fokk þýðir samfarir eða limur í norskri og sænskri mállýsku.“

Viðtalið í heild má heyra hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing