Einn er látinn og sjö eru alvarlega slasaðir eftir rútuslys við Kirkjubæjarklaustur í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi. Aðrir farþegar eru með minni áverka og einhverjir óslasaðir. Tveir farþegar festust undir rútunni og er nú unnið að því að losa þá.
Rútan valt rétt eftir klukkan 11 og viðbragðsaðilar á Suðurlandi hafa allir verið kallaðir til auk tveggja þyrla landhelgisgæslu. Þjóðveginum hefur verið lokað við Kirkjubæjarklaustur og verður á meðan unnið er að björgun á vettvangi.
Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri. Samhæfingastöðin í Skógarhlíð mun stýra flutningi þeirra sem eru alvarlega slasaðir inn á sjúkrastofnanir eftir því sem við á.