Eiríkur hvetur fólk til að borða á elliheimilum í hádeginu: „Besti díll bæjarins“

Eiríkur Ragnarsson birtir pistil á vef Kjarnans í dag þar sem hann hvetur fólk til að fylgja sínu frumkvæði og fara í hádegismat á elliheimilum. Hann segir fæsta vita af þessum möguleika sem hann segir ódýran og góðan.

Eiríkur segir að íbúar á elliheimilinu í Lönguhlíð geti boðið gestum í hádegismat í mötuneytinu á virkum dögum og að Guðrún, frænka hans, geri það reglulega. „Í Lönguhlíð er maturinn fyrsta flokks, Súpa í forrétt, heitur heimilismatur í aðalrétt og kaffi á eftir,“ segir Eiríkur.

Í hvert skipti sem ég kem í mat dekrar starfsfólkið ekki bara við íbúana heldur einnig við mig.

Auglýsing

Eiríkur borgar 1.200 krónur fyrir máltíðina sem er að hans sögn miklu ódýrar en sambærilegur matur á veitingastöðum borgarinnar. „Það fer því ekki milli mála að besti díll bæjarins er á elliheimilinu,“ segir hann í pistlinum.

Eiríkur segist aldrei hafa rekist á neinn í sömu erindagjörðum og hann fyrir utan íbúana. Hann segist telja að ástæðurnar fyrir því séu tímaskortur, leti, fordómar og skortur á upplýsingum.

„Ég reikna með að skella mér nokkrum sinnum í hádegismat á elliheimilið á næsta ári, þá vona ég að ég rekist á einhver ykkar sem lásuð þessa gein og vitið nú um þennan dúndurdíl.“

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing