Eiríkur Stefán er upphafsmaður #12stig en nú er það orðið vörumerki Vodafone

Auglýsing

Vodafone á Íslandi hefur fengið kassamerkið #12stig skráð sem vörumerki, eins og fram kom á Nútímanum fyrir helgi. Nokkur titringur hefur verið yfir þessari ákvörðun fyrirtækisins á Twitter, þar sem kassamerkið nýtur jafnan gríðarlegra vinsælda á meðan Eurovision stendur yfir.

Eins og þau sem hafa tileinkað sér samfélagsmiðla vita þá geta allir búið til kassamerki. Nútíminn var því forvitinn að vita hver notaði #12stig fyrstur og bjó það þar með til.

Eftir því sem Nútíminn kemst næst þá var það íþróttafréttamaðurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson sem notaði kassamerkið fyrstur í þessari færslu þann 14. mars árið 2011. Var það í svari til Tómasar Þórs Þórðarsonar, sem starfar í dag með Eiríki á íþróttadeild 365.

Auglýsing

Þetta var á þeim tíma þegar það voru eiginlega bara íþróttafréttamenn að nota Twitter á Íslandi. Í samtali við Nútímann segir Eiríkur að það sé frábært að Vodafone hafi gert kassamerkið að vörumerki sínu.

„Ég gæti til dæmis sett það á ferilsskrána mína. Það ætti að opna einhverjar dyr fyrir mig ef ég þarf að skipta um vinnu. Það er að segja ef maður vill vera maðurinn sem er þekktur fyrir að hafa byrjað með #12stig á Twitter. Það er álitamál,“ segir hann léttur.

Sjá einnig: Vodafone skráir kassamerkið #12stig sem vörumerki

Aðspurður segist honum ekki hafa dottið í hug á sínum tíma að kassamerkið myndi springa svona í lofti upp.

Nei, ég held að ég geti ekki logið mig úr því. Ég reiknaði alls ekki með því.

En ætlarðu að hafa samband við Vodafone útaf þessu máli?

„Ég held klárlega öllum möguleikum opnum. Ég hef að minnsta kosti ekki haft samband enn,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram