Elín Brynja hefur unnið á leikskóla í 25 ár: „Mér finnst það vera óréttlæti að fólk með háskólamenntun fái hærra kaup en ég“

Auglýsing

Elín Brynja Harðardóttir hefur verið starfskona á leikskólanum Arnarborg frá því í maí árið 1993. Hún segist fá 270 þúsund krónur í mánaðarlaun og að hún sé alveg búin á því á vorin þegar sumarfríið nálgist. Elín ræddi starf sitt í viðtalsröðinni Fólkið í Eflingu.

Elín segir að hún sé búin að byggja upp mótefni fyrir öllum flensum og taki aldrei út veikindadaga sína. Hún hafi tekið sér fjögur ár í barneignaleyfi á 25 ára starfsferli sínum á leikskólanum.

„Maður er að slitna, þetta starf fer verst með mjóbakið og ég hef horft upp á eldri konur sem eru búnar að vera svipað lengi og ég, fara í aðgerðir og veikindaleyfi heilu og hálfu árin. Það er bara tímaspursmál hvenær eitthvað gefur sig. Maður verður að vera í lagi, krakkarnir finna það strax ef ég er örg og þá verða þau pirruð,“ segir Elín.

Elín vinnur sjö og hálfan tíma fimm sinnum í viku, fyrir það fær hún útborgað 270 þúsund krónur. Hún segir það ekki réttlátt að hún fái lægra kaup en fólk með háskólamenntun.

Auglýsing

„Ég og reynsla mín erum einskis metin. Háskólafólkið er gert að yfirmönnum mínum, samt er það ég sem er beðin um að tækla erfiðasta eða vansælasta barnið í barnahópnum þegar engin ræður við neitt lengur. Það er ekkert allra að tækla þannig uppákomur í barnahóp, þrátt fyrir voða fína menntun, þá er það bara reynslan og brjóstvitið sem kemur að gagni þegar hópurinn fer á hliðina.“

Fleiri sögur frá fólkinu í Eflingu má sjá með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram