Emmsjé Gauti og AK Extreme senda frá sér ávanabindandi snjóbrettaleik

Snjó­bretta- og tón­list­ar­hátíðin AK Extreme hefur sent frá sér tölvuleik sem  er að finna á vef hátíðarinnar.

Í samtali við Nútímann segir Emmsjé Gauti, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, að þau hafi viljað gera eitthvað skemmtilegra úr tilkynningunni á dagskránni og niðurstaðan hafi verið að gera „hreyfanlegt plakat“ sem væri hægt að hafa gaman af.

Sjá einnig: Emmsjé Gauti sendir frá sér ávanabindandi tölvuleik, spilarar hjálpa honum að komast á Prikið

„Hugmyndin kviknar út frá leik sem við gerðum fyrir útgáfu á plötunni minni Sautjándi nóvember,“ segir hann. Aðspurður hvort að þetta sé hann sem sé á brettinu í leiknum segir Gauti léttur: „Ekki svo gott.“

Í leiknum er hægt að fara í fræga Eimsskips-stökkið og einnig renna sér niður fjallið. Athugið að ekki er hægt að spila leikinn í síma, aðeins í tölvum. Skúli Óskarsson framleiddi leikinn fyrir Gauta.

Hátíðin verður haldin á Akureyri dagana 6. til 9. apríl. Stjórnandi hennar verður Emmsjé Gauti og meðal þeirra sem koma fram eru Aron Can, Hildur, GKRAlvia Islandia, Úlfur Úlfur, SxSxSxEmmsjé Gauti, Sturla Atlas, Alexander Jarl, KÁ-AKÁ og Cyber.

Auglýsing

læk

Instagram