Engin nætursala á leikinn gegn Hollandi

Mikil spenna er fyrir leik Íslendinga og Hollendinga í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli mánudaginn 13. október.

Miðasala á leikinn hefst á fimmtudaginn klukkan 12 á hádegi og lýkur eflaust andartökum síðar þar sem fastlega búast við því að uppselt verði á leikinn. Ljóst er að klúður síðasta árs, þegar miðasala á leik Íslands og Króatíu hófst óvænt um miðja nótt, á ekki að endurtaka sig.

Fótboltaáhugamenn voru gríðarlega ósáttir við stjórn KSÍ og kölluðu sumir eftir því að Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, axlaði ábyrgð með uppsögn. Hann sagði að miðarnir hafi verið settir í sölu á þessum tíma í góðri trú um að verið væri að koma í veg fyrir að illa færi.

Hann fór meira að segja í viðtal í Kastljósið um málið.

Holland vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í sumar þannig að ljóst er að spennan fyrir leiknum er gríðarleg. Miðasala á leikinn fer fram á Miði.is og miðaverð í forsölu er frá 2.500 til 5.500 krónum.

Auglýsing

læk

Instagram