Enginn hleypur á styrktarbrettunum

Við fengum þessa mynd frá World Class gesti sem bendir á að þó nóg sé af fólki við æfingar þá gengur eitthvað erfiðlega að manna brettin. Er ekki kjörið að hlaupa dálítið til góðs dag?

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Rauða krossins í dag. Velunnari Rauða krossins sendi þessa mynd sem sýnir fulla líkamsræktarstöð, en engan á brettunum sem styrkja gott málefni.

Af hverju að láta sér nægja að æfa þegar þú getur æft og gert góðverk á einu bretti? Í Laugum hafa World Class, Landsbankinn og Nova tekið sig til, og munu styrkja innanlandsverkefni Rauða Krossins um 400 krónur fyrir hvern kílómetra á þessum þremur hlaupabrettum,“ segir á Facebook-síðu Rauða krossins.

Um næstu helgi stendur Rauði Krossinn fyrir landssöfnuninni Göngum til Góðs. Smelltu hér til að taka þátt.

Auglýsing

læk

Instagram