Epalhommi og þyrilsnælda meðal orða sem tilnefnd eru sem orð ársins

Opnað hefur verið fyrir val á orði ársins 2017 en valið stendur á milli tíu orða. Mörg orðanna voru afar áberandi á árinu sem nú er að líða. Orðin epalhommi, áreitni, líkamsvirðing og örplast eru meðal orða sem koma til greina. Hægt er að taka þátt í kosningunni hér.

Hrútskýring var valið orð ársins 2016 en þá gafst kostur á að kjósa á milli orðana, Aflandsfélag, hatursorðræða, hrútskýring, hú!, kynsegin, Panamaskjöl, skattaskjól, tjákn og víkingaklapp.

Auglýsing

Sjá einnig: „Femínismi“ orð ársins 2017

Valið á orði ársins er samvinnuverkefni Ríkisútvarpsins, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímis, félags stúdenta í íslensku og málvísindum við Háskóla Íslands.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing