Er næsti forseti Íslands í þessum hópi? Taktu þátt í könnuninni

Hrannar Pétursson, fyrrum framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs- og lögfræðimála hjá Vodafone á Íslandi, íhugar að bjóða sig fram til forseta Íslands næsta sumar. Þetta kemur fram á vef Kjarnans.

Kosið verður á næsta ári en hann er ekki sá fyrsti sem lýsir yfir að hann sé að íhuga framboð.

Stórsöngvarinn Bergþór Pálsson sagðist íhuga framboð í þætti á Bylgunni í nóvember, blaðamaðurinn Ómar Valdimarsson hefur einnig staðfest að hann íhugi framboð og fjölmargir hafa skorað á Höllu Tómasdóttur, frumkvöðul og fjárfesti, sem íhugar framboð. Loks íhugar vörubílstjórinn Sturla Jónsson að bjóða sig fram.

Þorgrímur Þráinsson ætlar í framboð en Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki tilkynnt hvort hann ætli að bjóða sig fram á ný eða ekki.

En hver af þessum á skilið að flytja inn á Bessastaði? Taktu þátt í könnuninni hér fyrir neðan.


Auglýsing

læk

Instagram