Erna Ósk segir að sérsveitin hafi miðað byssu að fimm ára dóttur hennar og ætlar að kæra

[the_ad_group id="3076"]

Erna Ósk Agnarsdóttir ætlar að kæra íslensk yfirvöld vegna heimsóknar sem hún og fjölskylda hennar fengu frá sérsveit ríkislögreglustjóra nýlega. Hún segir að sérsveitarmenn hafi sýnt sambýlismanni hennar, Guðmundi Þór Ármannssyni, óþarfa harðræði og að þeir hafi miðað byssu að fimm ára gömlu barni þeirra. Kæran verður lögð fram eftir helgi. Þetta kemur fram á DV.

Síðastliðið laugardagskvöld var fjölskyldan með matarboð á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Vinur fjölskyldunnar skutlaði móður Ernu heim og fóru Erna og tveggja ára dóttir þeirra Guðmundar með. Þegar heim var komið og Erna var að fara að taka stúlkuna út úr bílnum segir hún að gatan hafi fyllst af svörtum Range Rover bílum og mótorhjólum.

Erna segir að sérsveitarmennirnir hafi farið út úr bílnum og inn í húsið þar sem Guðmundur var. Hún segir jafnframt að hann hafi ekki sýnt neina mótspyrnu og lagst sjálfviljugur niður í forstofunni. „Fimm ára dóttir okkar situr við eldhúsborðið sem er við hliðina á forstofunni. Svo labba þeir inn, tilbúnir að skjóta. Hann beinir byssunni að henni og öskra, vertu grafkyrr. Grafkyrr. Hún skilur ekki hvað hann segir. Þá endurtók hún í sífellu og öskraði: „Pabbi, pabbi, pabbi,“ er haft eftir Ernu í viðtalinu.

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stöðvarstjóri í Hafnarfirði, vildi lítið gefa upp hversu vegna lögregla og sérsveitin var við Skúlaskeið á laugardaginn, í samtali við DV.

Auglýsing

læk

Instagram