Of fá bílastæði fyrir World Class í 101

„Hugmyndin er ekki slæm,“ segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.

Eins og Nútíminn greindi frá í dag þá vill hópur fólks sem býr í miðbæ Reykjavíkur fá World Class-líkamsræktarstöð í miðbæinn. Hópurinn hefur stofnað Facebook-síðu til að vekja athygli á málstaðnum og þegar þetta er skrifað hafa hátt í 500 manns sýnt stuðning sinn með því að líka við síðuna.

Mbl.is birti í dag viðtal við Hildi Kristínu Stefánsdóttur sem fer fyrir hópnum. Hún leggur til að húsið við Laugaveg sem hýsti áður 17 verði lagt undir líkamsræktarstöð. Bjössa líst ekki nógu vel á það. „Ég tel þetta húsnæði ekki henta vegna aðgengis — bílastæða — það á reyndar við um flest svæði í miðbænum,“ segir hann.

Hann gefur þó hópnum veika von: „Við erum alltaf að skoða markaðinn og er miðbærinn þar engin undantekning.“

Auglýsing

læk

Instagram