Faðir Einars Arnar um Atla Helgason: „Við höfum aldrei heyrt í honum“

Auglýsing

Atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp í maí 2001. Hann var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Atli sat inni í tíu og hálft ár og lauk afplánun 2010.

Í Kastljósi í gær kom fram að Innanríkisráðuneytið hafi veitt honum uppreist æru og að hann hafi sótt um að fá lögmannsréttindi sín aftur. Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar Birgissonar sem Atli Helgason lögmaður myrti í nóvember árið 2000, er ekki búinn að taka ákvörðun um hvort hann ætli að reyna að hafa áhrif á það hvort Atli fái meðmæli Lögmannafélags Íslands.

„Við munum sjálfsagt ekki láta alveg kyrrt liggja,“ segir hann í Fréttablaðinu í dag.

[Atli] hefur aldrei sýnt nokkra iðrun til okkar í þessu sambandi. Við höfum aldrei heyrt í honum. […] Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi.

Atli tók virkan þátt í leitinni að Einari áður en hann var handtekinn fyrir morðið á sínum tíma og mætti í minningarathöfn um hann. Birgir Örn segir í Fréttablaðinu að morðið hafi haft ómælanleg áhrif á fjölskyldu hans.

Auglýsing

„Hann hefur aldrei nokkurn tíma gert eitt eða neitt til að sýna iðrun. Mér finnst það bara vera í beinu framhaldi af því hversu útsmoginn hann var á meðan þetta var að ganga yfir,“ segir hann

Einar Örn og Atli Helgason voru vinir og viðskiptafélagar og ráku saman verslunina Gap á Laugavegi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram