Fallegt augnablik eftir umferðaróhapp í Reykjavík, hjálpuðu konu og hlúðu að henni

Tveir menn voru fljótir að bregðast við þegar kona lenti í umferðaróhappi í Reykjavík í dag. Konan sat fast í bílnum eftir óhappið og eftir að mennirnir höfðu bjargað henni út hlúðu þeir að henni.

Páll Rúnar Kristjánsson lögmaður varð vitni að atvikinu og sagði frá því á Facebook. „Þessi kona lenti í umferðaróhappi nú rétt í þessu,“ sagði hann.

Grindverkið klemmdi bílinn hennar og hún sat föst inní honum. Henni var eðlilega mjög brugðið. Þessir tveir menn biðu ekki boðana. Þeir stukku til, hlupu yfir götuna, rifu grindverkið frá, náðu að beygla það saman, losuðu konuna úr bílnum og fóru strax að hlúa að henni.

Mennirnir eru að líkindum af erlendu bergi brotnir og Páll segir að við séum ríkara, betra, mannúðlegra og öruggara samfélag með þá á svæðinu. „Verið sjúklega velkomnir. Ótrúlega vel gert,“ sagði hann.

Auglýsing

læk

Instagram