Fatalaus þjófur lét greipar sópa í vinnuskúr

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þjófnað sem átti sér stað í dag í Hlíðunum en þar var brotist inn í vinnuskúr. Svo virðist sem að þjófurinn eigi lítið af fötum því tilkynnt var um þjófnað á fatnaði úr umræddum skúr. Samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar er gerandinn ókunnur.

Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í miðborginni en brotist var inn húsnæði sem verið er að gera upp. Þar var stolið verkfærum og er sá gerandi einnig ókunnur en lögreglan rannsakar málið.

Auglýsing

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í hverfi 104 fyrir að tala í farsíma á ferð án þess að nota handfrjálsan búnað, það var afgreitt með sekt á staðnum.

Einn ökumaður var stöðvaður í Hafnarfirði en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en samkvæmt dagbókinni var hann laus að lokinni blóðsýnatöku.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing