Feminíski vagninn vann hönnunarkeppni Strætó: „Rúmlega 50 þúsund manns greiddu atkvæði“

Lena Margrét Aradóttir og KÞBAVD-vagninn hennar sigruðu í hönnunarkeppni Strætó sem lauk á miðnætti. Í tilkynningu frá Strætó kemur fram að tillagan hafi hlotið 6.960 atkvæði en skátavagninn endaði í öðru sæti með 6.783 atkvæði.

Sjá einnig: Femínistar, skátar og Skálmöld berjast um fyrsta sætið í hönnunarkeppni Strætó

KÞBAVD er skammstöfun á frasanum „konur þurfa bara að vera duglegri“, sem samkvæmt höfundi er kaldhæðin ádeila í jafnréttisumræðunni. Strætó með hönnun Lenu mun því aka um göturnar á næstunni.

Hönnunarkeppnin stóð yfir í rúman mánuð og naut hún mikilla vinsælda.Í tilkynningunni kemur fram að vefurinn hafi verið heimsóttur meira en 300 þúsund sinnum og að um 1.700 tillögur hafi verið sendar inn. Rúmlega 50 þúsund manns greiddu atkvæði í keppninni.

„Strætó óskar sigurvegaranum til hamingju og þakkar öllum þeim sem tóku þátt í þessari skemmtilegu keppni, sem var æsispennandi fram að lokamínútu. Við bíðum spennt að sjá nýjasta meistaraverkið prýða götur höfuðborgarsvæðisins,“ segir í tilkynningunni.

Auglýsing

læk

Instagram