Ferðamaður lét lífið í Brúará – Þriðja banaslysið á skömmum tíma

Erlend kona á fertugsaldri lést eftir að hafa fallið í Brúará við Hlauptungufoss síðdegis í gær. Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 16:15 og voru viðbragðsaðilar þegar kallaðir á vettvang.

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók einnig þátt í aðgerðum, en konan var úrskurðuð látin á staðnum.

Auglýsing

Þetta er í þriðja sinn á fáum árum sem mannsbani verður í Brúará. Árið 2022 lést kanadískur ferðamaður eftir að hafa reynt að bjarga syni sínum úr ánni og árið 2024 fór Katari, um þrítugt, einnig í ánna þegar hann var á ferðalagi með fjölskyldu sinni.

Rannsókn á orsökum slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Suðurlandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing