Ferðamenn hundsa lokanir við Seljalandsfoss: „Þetta þarf að laga áður en einhver slasast illa“

Fjöldi ferðamanna skeytti engu um lokunarskilti við Seljalandsfoss í dag og klofaði yfir keðju sem strengd hafði verið fyrir göngustíginn vegna slysahættu sem hafði skapast á svæðinu.

Helgi Steinar Gunnlaugsson túlkur sem staddur var á svæðinu með hóp ferðamanna segir að á annan tug fólks hafi gengið framhjá lokunum og að nokkrir þeirra hafi runnið til en mikil hálka er á svæðinu.

Auglýsing

Helgi segir ljóst að fólkið hafi verið í hættu en flughált var á svæðinu. „Ég þurfti að standa vörð við skiltið svo að hópurinn sem ég var með færi ekki að apa eftir hinum ferðamönnunum á svæðinu,“ segir Helgi í samtali við Nútímann.

Þetta þarf að laga áður en einhver slasast illa

Helgi segir að tríðarleg hálka hafi verið á svæðinu en 12 ára stúlka úr hópnum sem hann fylgdi slasaðist þegar hún datt á svæðinu. „Hún rann hjá litlu brúnni en þar hafði hvorki verið lokað né saltað og svæðið var eins og skautasvell,“ segir Helgi.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing