Ferðamenn notuðu útikamar sem geymslu, læstu ferðatöskurnar inni með hengilás

Auglýsing

Erlendir ferðamenn læstu farangurinn sinn inn á kamri á Djúpavogi í gærkvöldi og lögðust síðan til svefni í bíl sínum sem þeir höfðu lagt alveg upp við kamarinn. Þetta kom í ljós þegar Halla Eyþórsdóttir kom til að þrífa kamarinn eftir miðnætti í gærkvöldi.

Halla sagði frá málinu á Facebook-síðu sinni, birti myndir og gaf Nútímanum leyfi til að skrifa upp úr færslunni. Þar kemur fram að Vegagerðin hafi sett upp kamra á þrjátíu stöðum við þjóðveginn, ferðamönnum til þæginda.

„En í kvöld þegar ég mætti til að þrífa klósettin við Fossárbrú rak mig í rogastans. Þar var kominn hengilás á annað salernið,“ skrifaði Halla. Fyrst var hún ekki alveg viss hvað hún ætti að taka til bragðs en ákvað síðan að brjóta lásinn af. Inni á kamrinum blasti við töluvert af farangri og eigendur hans voru sofandi í bíl við hlið kamarsins.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklinga Alfredo Pizza

Spaghetti Carbonara

Instagram