Fimm flokkar samþykkja að hefja stjórnarmyndunarviðræður undir forystu Vinstri grænna

Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar hefjast á morgun. Viðræðurnar verða undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG.

Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við RÚV að flokkarnir fimm vilji ná árangri í sömu málum en hafi til þess mismunandi leiðir og að nú sé markmiðið að ná þessum leiðum saman.

Í samtali við RÚV segist Birgitta raunverulega vera bjartsýn og að væntanleg fimm flokka stjórn sé skref í rétta átt frá þeirri átakapólitík sem einkennt hafi íslensk stjórnmál undanfarin ár.

Auglýsing

læk

Instagram