Fimm hlutir sem þú vissir ekki um tattúin hans Justin Bieber

Auglýsing

Justin Bieber er tuttugu og tveggja ára gamall. Það eru liðin sex ár síðan hann fékk fyrsta tattúið en nú skartar hann að minnsta kosti fimmtíu og fimm slíkum.

Nútíminn skoðaði tattúin og tók saman lista þar sem fjallað er um nokkur þeirra.

Sjá einnig: Æstir aðdáendur tóku á móti Justin Bieber, reyndi að klifra yfir grindverk á Reykjavíkurflugvelli

5. Fylgdi í fótspor föður síns

Bieber valdi mynd af litlum fugli þegar hann fékk sér fyrsta tattúið en faðir hans ber einnig slíkt tattú. Hann lét setja fuglinn á vinstri mjöðmina en hann á að tákna það að læra að fljúga og læra um lífið í leiðinni.

4. Bieber virðist vera hrifinn af dýrum

Auglýsing

Söngvarinn skartar meðal annars stórri uglu á framhandleggnum, koi-fisk, tígrisdýri og erni á vinstri handleggnum.

3. Vill hafa Jesú með í för

Annað tattúið sem varð fyrir valinu er orðið Yeshua, eða Jesús á hebresku. Tattúið er rétt fyrir neðan vinstri handarkrikann.  Söngvarinn er kristinn, líkt og móðir hans en faðir hans er gyðingur. Bieber er einnig með mynd af Jesú aftan á vinstri kálfanum.

Rétt fyrir neðan hægri öxlina, ofarlega á bakinu, stendur: „Your word is lamp for my feet, a light on my path.“, eða „Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegum mínum.“ Textinn er úr Passíusálmum Biblíunnar. Þá er hann einnig með lítinn kross við vinstra augað.

2. Pabbi hans sýndi óvart nýjasta tattúið

Bieber hefur verið duglegur að sýna nýjustu húðflúrin á samfélagsmiðlum. Pabbi hans afhjúpaði þó óvart nýjasta tattúið, kross sem Bieber er með á bringunni, þegar hann birti mynd af söngvaranum sofandi í rúmi ásamt hálfbróður sínum. Þetta var í janúar árið 2014.

1. Tattúin tengjast fólkinu í lífi hans

Bieber er með mynd af indíána á vinstra herðablaðinu. Þegar hann var yngri fór hann á hverjum föstudegi með afa sínum að sjá lið sitt, Stratford Culliton, spila hokkí. Afi hann er látinn og vildi söngvarinn minnast afa síns með þessum hætti.

Á vinstri handlegg söngvarans er að finna mynd af auga. Bieber hefur gefið í skyn að þetta sé vísun í móður hans, Pattie Mallete. Aðrir hafa talið að um sé að ræða tákn um guð sem sér allt. Í janúar 2013 svipti söngvarinn hulunni af tattúi á annarri öxlinni en þar er að finna ártalið 1975 í rómverskum tölum, eða fæðingarár móður hans.

Í apríl sama ár mátti sjá nýtt tattú á úlnlið söngvarans, mynd af fyrrverandi kærustu hans, Selenu Gomez. Hann sér eftir tattúinu í dag.

Hér má lesa meira um tattúin 55 en Nútíminn studdist við vefsíðuna við gerð listans.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram