Fimm jólagjafir sem allir hafa gefið enginn vill fá: „Það er fátt eins ópersónulegt og konfektkassi“

Nú þegar innan við tíu dagar eru til jóla má gera ráð fyrir því að leit af jólagjöfum standi sem hæst. Það að kaupa jólagjöf getur reynst erfitt og oft á tíðum grípum við í sömu hlutina. Við könnumst öll við að hafa farið á Þorláksmessu og keypt eitthvað drasl til að bjarga því sem bjargað verður.

Nútíminn tók saman nokkrar gjafir sem við könnumst flest við að hafa gefið okkar nánustu án þess að hafa nokkurn áhuga á því að fá slíkar gjafir sjálf. Boðskapurinn með þessari frétt er einfaldur: Gerum betur í ár!

1. Konfekt

Auglýsing

Það er fátt eins ópersónulegt og leiðinlegt og konfektkassi í jólagjöf. Þú ert aldrei eins saddur á árinu og akkúrat á því augnabliki sem þú opnar jólagjafirnar og því er konfekt hræðileg gjöf. Þetta vitum við öll.

2. Jólaskraut

Jólunum er lokið þegar pakkarnir hafa verið opnaðir og því galið að gefa gjöf sem fer ofan í kassa nokkrum dögum eftir að hún er opnuð.

3. Handklæði

Eiga ekki allir handklæði? Og nei, þó þú merkir það með nafni er það enn þá hörmung.

4. Rúmföt

Það er fátt sem gleður jafn lítið og rúmföt. Bara tilhugsunin við að koma þeim á sængina er vond. Athugið að afar skiptar skoðanir voru með þetta val á ritstjórn Nútímans.

5. Eldhúsdót

Tuskur, hnífapör og sleifar eru rosalega leiðinlegar gjafir. Það verður bara að segjast.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing