Finndið frumsýnd á Skjaldborg: Ari og Hugleikur í kröppum dansi í Finnlandi

Heimildarmyndin Finndið verður frumsýnd um helgina á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði.

Ragnar Hansson leikstýrir myndinni sem er framleidd af honum sjálfum og Truenorth. Þá verður hún sýnd á RÚV í haust. Stiklu úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Hugleikur um uppistandið, nördaskap og af hverju stelpur laðast að drullusokkum

Finndið fylgir grínistunum Hugleiki Dagssyni og Ara Eldjárn eftir á uppistandshátið í Turku á Finnlandi og er persónuleg sýn inn í heim uppistandarans.

„Hugleikur Dagsson hefur þegar sigrað heiminn með sínu teiknaða gríni, en að vera fyndinn á sviði, einn og óstuddur, er talvert annað mál. Hvað þá að flytja það á erlendri grundu á öðru tungumáli,“ segir í kynningartexta um myndina.

„Honum er boðið á uppistandshátið í Turku á Finnlandi ásamt frænda sínum, hinum þaulreynda Ara Eldjárn, þar sem reynir svo sannarlega á grín- og aðlögunarhæfni þeirra.

Í Turku mæta þeir guðföður hátíðarinnar og stærsta grínista Finnlands; André Wickstöm, og komast að því að húmor er kannski alþjóðlegri en þeim grunaði í fyrstu.“

 

FINNDIÐ – STIKLA from Ragnar Hansson on Vimeo.

Auglýsing

læk

Instagram