today-is-a-good-day

Fjölmiðlar eiga erfitt með að ná á Degi B. Eggertssyni: „Hér mætti merkja ákveðið mynstur“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Kostnaður við framkvæmdir á bragga í Nauthólsvík hefur verið töluvert í umræðunni í fjölmiðlum. Kostnaður fór úr áætluðum 155 milljónum króna í 415 milljónir og frétt DV um 757 þúsund króna strá fyrir utan braggann hefur vakið mikla athygli. Það hefur þó reynst fjölmiðlum erfitt að ná tali af Degi.

Jóhann Óli Eiðsson, blaðamaður Fréttablaðsins, tók saman nokkur skjáskot úr umfjöllun fjölmiðla á Íslandi síðustu misseri. Jóhann birti 11 myndir úr fréttum fjölmiðla en fréttirnar eiga það allar sameiginlegt að ekki náðist í Dag við gerð þeirra.

Sjá einnig: Twitter samfélagið bregst við fréttunum af 757 þúsund króna stráunum: „Núna er bara verið að strá salti í sárin“

 

Dagur tjáði sig um braggamálið svokallaða í stuttum pistli á Facebook síðu sinni í dag. Þar fordæmir hann hvernig staðið hefur verið að endurbyggingu braggans.

Auglýsing

læk

Instagram