Fjölnir reyndi að sigra Fjallið

Fjölnir Þorgeirsson, hestamaður og fyrrverandi Íslandsmeisari í Íslandsmetum, og Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Evrópu, tókust á í sjómanni í veislu sem var haldin eftir Rider Cup, sem er árlegt góðgerðargolfmót hestamanna.

Hafþór vann Fjölni eftir mikil átök sem Fjölnir segir að hafi tekið tvær mínútur. „Ég tapaði í sjómanni eftir tveggja mínútu baráttu,“ segir hann. „Kannski ekki slæmt á móti sterkasta mannni Íslands!“

Golfmótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík. Hafþór var að spila golf í fyrsta skipti en á meðal þeirra sem kepptu á mótinu voru Auðunn Blöndal, Baltasar Kormákur og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Auglýsing

læk

Instagram