today-is-a-good-day

Fjölskylda Arturs hefur ráðið einkaspæjara í von um að hægt verði að leysa málið

Fjölskylda Arturs Jarmoszko, pólsks karlmanns sem hefur verið saknað í fjörutíu daga, hefur ráðið pólskan einkaspæjara í von um að komast að því hvað varð um hann. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Blaðamenn í Póllandi hafa sýnt mikinn áhuga á málinu og er einn þeirra staddur hér á landi til að fjalla um málið. Hann segir að mörgum spurningum sé ósvarað í tengslum við málið.

Leit að Arturi Jarmoszko hefur verið hætt þar til nýjar vísbendingar berast. Engar nýjar vísbendingar hafi borist um ferðir Arturs.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða í gegnum einkaskilaboð á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Instagram