Fjölskylda úr Vesturbænum borðaði lirfur og engisprettur á aðfangadag: „Bragðaðist betur en ég átti von á“

Nýjungagjörn fjölskylda úr Vesturbæ Reykjavíkur hefur það sem hefð að prófa framandi mat á aðfangadag. Í ár var boðið upp á engisprettur og lirfur í forrétt. Hjónin Jón Páll Leifsson og Guðrún Norðfjörð voru ánægð með skordýrin en börnin höfðu ekki sömu sögur að segja. Rúv greinir frá þessu. 

Síðustu ár hefur fjölskyldan farið ótroðnar slóðir á aðfangadag og meðal annars snætt sebrahest, bjarnarkjöt, antílópu og geit.

Auglýsing

„Þetta var forvitnilegt. Þetta bragðaðist betur en ég átti von á,“ sagði Guðrún Norðfjörð í samtali við fréttastofu Rúv. Börnin voru hins vegar ekki jafn ánægð með forréttinn þetta árið.

„Lirfurnar voru með ógeðslega viðbjóðslegu blöðrubragði. Og maturinn var hryllilegur,“ sagði Kári Jónsson, sonur þeirra hjóna.

Skordýr voru þó ekki það eina sem fjölskyldan borðaði þetta árið því að í aðalrétt var boðið upp á grænlenskar, skoskar og íslenskar rjúpur.

Horfðu á viðtal við fjölskylduna í heild hér. 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing