Fjórir hlutir sem þú vissir ekki um strokufangann Sindra Þór, átti erfiða æsku og SÁÁ bjargaði honum

[the_ad_group id="3076"]

Sindri Þór Stefánsson strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land í vikunni. Sindri er grunaður um aðild að þjófnaði á um 600 tölvum úr þremur gagnaverum í Reykjanesbæ. Tölvurnar eru ófundnar og í Fréttablaðinu kemur fram að Sindri hafi nýlega selt búslóð sína og keypt íbúð á Spáni.

Sjá einnig: Sindri sér eftir því að hafa strokið úr fangelsinu að Sogni: „Get verið á flótta eins lengi og ég vil“

1. Sindri átti erfitt sem barn

Í pistli sem hann skrifaði um batasögu sína Pressuna fyrir fimm árum sagðist Sindri hafa átt erfitt með skólagöngu sem barn. „Snemma var ég greindur með ofvirkni og athyglisbrest á háu stigi og fékk viðeigandi töflur sem áttu að halda mér niðri andlega. Hegðun mín í samfélaginu var ekki samþykkt sem er kannski ekki einkennilegt þar sem ég bæði laug og stal mér til skemmtunar á þessum árum,“ sagð hann.

2. Um 200 lögreglumál tengdust honum þegar hann var um tvítugt

Sindri segir í pistlinum að Barnaverndarstofnun hafi var verið komin í sín mál snemma. „Ég flakkaði milli stofnanna í nokkur ár. Ég var nokkrum sinnum sendur í sveit, sem og á ríkisrekin og einkarekin meðferðaheimili fyrir unglinga,“ segir hann.

[the_ad_group id="3077"]

„Það var í raun allt reynt til að bjarga mér úr þessum hegðunarvandamálum en það er víst að ekki hægt að bjarga þeim sem vill ekki láta bjarga sér. Einhvers staðar á milli 18 og 20 ára aldurs voru um 200 lögreglumál í kerfinu sem tengdust mér þar sem ég var grunaður og átti ég sök á flestum þeirra.“

3. Sindri byrjaði 16 ára í neyslu

Í pistli sínum segist Sindri hafa vitað áður en hann prófaði vímefni að hann yrði háður ef hann myndi freistast. „Fyrsta árið mitt einkenndist af kannabisreykingum eingöngu en á einhverjum tímapunkti eftir það gerðist eitthvað sem ég réð ekki við,“ segir hann.

„Mér varð alveg sama um allt, öll mörk voru farin. Á innan við tveimur árum frá fyrsta kannabisreyknum sem ég andaði að mér var ég búinn að prófa allt, þá meina ég allt. Og þar á eftir tóku við sex ár af mjög erfiðu tímabili fyrir mig og alla sem voru í kringum mig.“

4. SÁÁ bjargaði lífi Sindra

Sindri segist í pistlinum alltaf hafa getað treyst á SÁÁ. „Ég byrjaði fljótt að leita mér aðstoðar gagnvart mínum vanda en það var ekki fyrr en átta árum seinna að ég náði árangri. Á þessum átta árum á ég að baki 13 innlagnir inn á Vog og fjórar fullar meðferðir á Staðarfelli sem eru um fjórar vikur,“ segir

hann. „Þetta var ekki auðvelt, en ég gafst heldur ekki upp. Af hverju ætti ég að skammast mín fyrir það sem ég hef lent í? Ég ætti miklu frekar að standa uppá stól og segja öllum hvað SÁÁ hefur gert fyrir mig. SÁÁ var til staðar þegar allir voru búnir að gefast upp á mér. Svo ef SÁÁ biður mig um aðstoð, þá hugsa ég mig ekki tvisvar um. Ég var kominn á mjög vondan stað í lífinu og ég trúi því svo innilega í hjarta mínu að þetta félag hafi bjargaði lífi mínu áður, rétt áður, en ég glataði því.“

Auglýsing

læk

Instagram