5.000 manns mótmæla komu Juliens Blanc

Auglýsing

Uppfært kl. 19.40: Rúmlega 5.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftarlista sem mótmæli komu Julien Blanc til landsins. Listann má finna hér. Þá má finna umfjöllun Knúz.is um Blanc hér.

Flagarinn Julien Blanc er leiðinni til Íslands. DV bendir á upplýsingar sem koma fram á vef fyrirtækisins Real Social Dynamics en þar er hægt að kaupa miða á sérstakt námskeið þar sem hann segist kenna körlum að næla í konur meðal annars með því að kenna þeim sálfræði.

Námskeiðið kostar 2.000 dali eða um 240 þúsund krónur og verður haldið í Reykjavík dagana 11. til 13. júní.

Auglýsing

Meira: Níu ástæður fyrir því að enginn ætti að taka mark á Julien Blanc

Blanc þessi er afar umdeildur. Í byrjun nóvember var atvinnuleyfi hans í Ástralíu afturkallað eftir námskeiði hans var mótmælt harðlega. Hann yfirgaf landið mánuði áður en störfum hans þar átti að ljúka.

Hann er sakaður um að kenna hrottalegar aðferðir. Rúmlega 120 þúsund Bretar hafa skrifað undir áskorun til breskra stjórnvalda að meina flagaranum Julien Blanc um landvistarleyfi. Hann er væntanlegur til Englands á næstu dögum.

Blanc hefur veruð gagnrýndir fyrir að birta þessa mynd á Twitter. Myndin er hönnuð til að hjálpa konum að bera kennsl á ofbeldi. Hann birti myndina sem sérstakt tól til að halda í konur:

Á vefsíðunni Pimping My Game, sem Julien Blanc heldur úti, er hægt að kaupa aðgang að kennsluefni hans. Þar segist hann hafa kennt þúsundum manna hvernig á að næla í „heitustu konurnar á erfiðustu stöðunum“.

„Niðurstöðurnar hafa verið stórkostlegar fyrir nemendur mína,“ segir hann.

Blanc segist kenna fjórar aðferðir sem geri menn „þess virði að ríða“ og á meðal þess sem hann segist kenna er sálfræði kvenna.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram