Fleiri meðlimir Áttunnar stíga til hliðar: Melkorka Sjöfn líka hætt

Melkorka Sjöfn Magnúsdóttir sem verið hefur afar áberandi í samfélagsmiðlahópnum Áttan síðustu mánuði greindi frá því á Twitter í dag að hún væri hætt. Hún er ekki sú eina sem er að yfirgefa hópinn því í gær greindu fjölmiðlar frá því að Sonja Valdin væri hætt í hópnum.

Sjá einnig: Sonja Valdin hætt í Áttunni

„Bara láta ykkur vita þá er ég líka hætt í Áttunni. Heyrðuð það fyrst hér,“ skrifaði Melkorka Sjöfn á Twitter í dag.

Nökkvi Fjalar Orrason, einn af stofnendum Áttunnar segir í samtali við Vísi.is að nýtt fólk muni koma inn í hópinn í sumar en vinna við að finna nýja meðlimi hefst á næstu dögum. 

„Áttan byggir sig þannig upp að ungt fólk fær stökkpall til að koma sér á framfæri og svo þegar það hefur náð því þá getur það farið yfir á sína miðla og gert allt sem því dettur í hug,“ segir Nökkvi í samtali við Vísi.

Auglýsing

læk

Instagram