Flensborg vann Verzló í æsispennandi úrslitum MORFÍS, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í Háskólabíói í gærkvöldi. Dómararnir voru fimm, þrír dæmdu Flensborg sigur en tveir dæmdu Verzló sigur.
Umræðuefnið var: „ESB er að bregðast hlutverki sínu“. Verzló var með en Flensborg á móti. Ræðumaður kvöldsins og jafnframt Íslands var Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir úr Verzló. Kynnir og fundarstjóri var Steiney Skúladóttir.