Fólk heldur að við séum að keyra í okkur alla föstudaga og laugardaga

Auglýsing

Eg­ill Fann­ar Hall­dórs­son og Daní­el Andri Pét­urs­son reka fyrirtækið Wake Up Reykjavík sem fer með ferðamenn á djammið. Þeir fá fjölbreytta hópa til sín, tvítugt fólk, piparsveina og fyrirtæki en elsti hópurinn samanstóð af sjötugu fólki. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þar sem Egill og Daníel sögðu frá fyrirtækinu.

„Margir sjá hvað við erum að gera og halda að við séum að keyra í okkur alla föstudaga og laugardaga,“ sagði Daníel en málið er ekki svo einfalt.

„Mánudaga til föstudaga erum við á kaffihúsi í sjö til átta tíma, að skoða hvað við getum gert betur. Hvernig getum við stækkað, hvernig getum við þróað túrinn okkar enn þá meira.“

Það vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum þegar Icelandair auglýsti sérstakar „dirty weekend“-ferðir til Íslands. Spurðir hvort ferðamenn leiti til þeirra sérstaklega í þeim tilgangi sænga hjá Íslendingum segjast þeir ekki gera út á það, þó það sé engin leið að fylgjast með því.

Fólk hefur heyrt af því að á Íslandi sé rosalega fallegt fólk. Við heyrum karlmenn tala um íslensku konurnar og fáum líka fyrirspurnir frá konum sem vilja panta „some handsome Icelandic guys“.

Auglýsing

Egill sagði þá félaga taka starfið alvarlega. „Við lítum ekki á þetta sem frítt djamm. Ef við værum sjálfir rosalegir djammarar myndi þetta líklegast ekki ganga vel.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram