Fólkið á bakvið frasana sem Íslendingar nota: „Hver á sessi læri? Toppmaður! Næsta mál!“

Við Íslendingar erum mjög gjarnir á að taka upp allskyns frasa og sökum fámennis þá berast þeir mjög hratt milli manna og verða vinsælir. Sérstaklega ef þekkt fólk býr til frasa eða tekur þá upp. Þeir aðilar sem hafa verið duglegastir við að nota frasa hér á landi hafa stundum verið kallaðir frasakóngar eða frasadrottningar.

Nútíminn tók saman mest notuðu frasana í dag og hverjir „eiga“ þá.

Gæi: „Litla dæmið“

Garðar Viðarsson, best þekktur sem Gæi, er einn vinsælasti Snappari landsins. Hann er þekktur fyrir frasa á borð við: „Litla dæmið“ og „Ég vissi þaaað!“ ásamt því að tala um að lóan sé komin þegar hann opnar sér bjór á kvöldin. Fólk á öllum aldri notar frasana hans Gæa, aðallega karlmenn þó.

Dæmi um setningu: „Ég ætla að drekka þessa Lóu. Litla dæmið!“

Berglind Festival: „Hesi“

Berglind Pétursdóttir, oft þekkt sem Berglind Festival er vinsæl fjölmiðlakona og áberandi á samfélagsmiðlum. Hún á heiðurinn af því að tala um „Hesi,“ en sá frasi er vinsæll með fólks á Twitter og er í raun stytting á orðinu, þessi.

Dæmi um setningu: „Hesi húndí er krútt.“

Hjörvar Hafliðason: „Næsta mál“

Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason byrjaði nýlega á Snapchat þar sem hann hreinlega dælir út frösum á borð við: „Áfram gakk!“, „Góðar stundir“ og „Næsta Mál“ Fólk grípur mikið í þessa frasa þegar það ræðir íþróttir.

Dæmi um setningu: „Þór Akureyri er best spilandi lið landsins, næsta mál.“

Svali Björgvinsson: „Toppmaður“

Svali Björgvinsson hefur alla tíð hlotið mikla athygli fyrir frumlegar og bráðskemmtilegar lýsingar á körfuknattleiksleikjum í sjónvarpi. Frasar eins og: „Iðnaðartroð“ og „Algjörlega toppmaður“ eru komnir til að vera.  Ekki ósvipað og hjá Hjörvari hafa frasarnir hans Svala verið áberandi í íþróttaheiminum. 

Dæmi um setningu:Iðnaðartroð frá Hester, toppmaður!“

Guðrún Veiga: „Hver á sessi læri?“

Lífsstílsbloggarinn og ofursnapparinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir spyr nýfædda dóttir sína oft: ,„Hver á sessi læri?“ Þessi frasi hefur náð að festa sig í sessi hjá fylgjendum Guðrúnar.

Dæmi um setningu: „Hver á sessi læri?“

Binni Glee: „Get mig ekki“

Binni Glee er ein skærasta Snapchat-stjarna landsins og notar frasann: „Get mig ekki“ mjög oft. Æðislegur frasi sem ungt fólk notar mikið í dag.

Dæmi um setningu: „Ég var að borða pizzu með glassúr og sullaði á mig. Get mig ekki.“

Jón Gunnar Geirdal: „Já, sæll“

Athafnamaðurinn Jón Gunnar Geirdal hefur oft verið kallaður frasakóngur Íslands og talið er að hann eigi nokkra af þeim frösum sem komu fram í Næturvaktinni. Ekki er vitað með vissu hvaða frasa úr þáttunum Jón bjó til en við ætlum að gefa honum þessa tvo: „Já, sæll“ og „Farðu úr bænum.“

Dæmi um setningu: „Já sææææll, eru mamma þín og pabbi systkini? Farðu úr bænum.“

Birkir Bekkur – „Hrikalegt“

Sigurbjörn Birkir Björnsson eða Birkir Bekkur eins og hann kallar sig er vinsæll á Snapchat og hjá Birki er allt: „Hrikalegt“ Sá frasi hefur fest sig í sessi meðal þeirra sem stunda líkamsrækt.

Dæmi um setningu: „Ég var að borða mikið prótein, hrikalegt.“

Valtýr Björn: „Ég er bara medium-rare“

Valtarinn framleiðir frasa og að mati Nútímans eru þetta hans tveir bestu: „Ég er bara medium-rare“ og „Ég er ferskur, bandarískur og breskur“ Notendur þessa frasa eru nær alltaf karlmenn á aldrinum 25 til 40 ára.

Dæmi um setningu: „Hvernig er ég? Ég er bara medium-rare.“

Enski: „Góðan og blessaðan daginn maður!“

Viðar Enski Skjóldal er um þessar mundir einn umtalaðasti snappari Íslands en hann byrjar alla daga á því að segja orðrétt: „Góðan og blessaðan daginn maður!“ Þessi frasi er að festa sig í sessi meðal þeirra sem fylgja Enska á Snapchat.

Dæmi um setningu: „Góðan og blessaðan daginn maður! Ég vaknaði snemma í dag og fór í smá bras en núna ætlar enski að fara yfir fréttirnar.“

Auglýsing

læk

Instagram