Foreldrar á höfuðborgarsvæðinu beðnir að sækja börnin í lok skóladags vegna versnandi veðurs

Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Hér má lesa hugleiðingar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands um veðrið í dag

Djúp lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu hjá okkur í dag. Suðaustan stormur með morgninum, en stormur eða rok þegar líður á daginn. Mun hægari vindur austantil á landinu.

Rigning eða talsverð rigning sunnan- og vestantil á landinu. Einnig má búast má við öflugum vinhviðum við fjöll. Veðrið nær hámarki í kvöld, en hvassast verður að öllum líkindum á norðanverðu Snæfellsnesi. Minnkandi sunnanátt þegar kemur fram á nóttina með skúrum. Dregur smám saman úr vindi á morgun. Sunnan 10-18 m/s síðdegis. Áfram skúraveður, en léttir til norðaustantil. Milt í veðri.

Auglýsing

læk

Instagram