today-is-a-good-day

Forseti Íslands tekur þátt í Gleðigöngunni í fyrsta skipti, Guðni flytur hátíðarávarp

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur hátíðar­ávarp á stóra sviðinu á Arnarhóli eftir Gleðigönguna á laugardaginn. Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Íslands tengist hátíðinni með nokkrum hætti. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, segir í samtali við Fréttablaðið aðstandendur hátíðarinnar afar ánægða og stolta með aðkomu Guðna að hátíðinni  „Við leituðum til hans,“ segir hann.

Það hafði oft komið til tals og okkur fannst í ljósi þess að við höfum verið í góðu samstarfi við ráðherra, borgastjóra og svo framvegis að það vantaði að fá stimpilinn frá forsetaembættinu.

Haft var samband við Guðna daginn eftir kosningar og Gunnlaugur segir í Fréttablaðinu að viðbrögðin hafi verið ótrúlega jákvæð. „Þetta var því komið inn í dagbók forseta töluvert áður en hann tók við embættinu.“

Gleðigangan fer fram á laugardaginn og er hápunktur Hinsegin daga, sem hefjast í dag. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðunni Hinsegindagar.is.

Auglýsing

læk

Instagram