Framkvæmdastjóri DV hættur

Jón Trausti Reynisson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri DV ehf. Jón Trausti var framkvæmdastjóri síðustu tvö ár og þar áður ritstjóri blaðsins í fimm ár.

Uppfært kl. 13.43: Jón Trausti í samtali við Nútímann:

Það samrýmdist ekki hugsjónum mínum að starfa áfram eftir yfirtökuna á DV, bæði vegna aðferðarinnar við hana og líka ástæðanna fyrir henni og afleiðinganna af henni.

Eins og Nútíminn hefur greint frá hafa nokkrir starfsmenn yfirgefið DV undanfarna daga. Þá hefur ritstjórinn Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, verið leystur undan starfskyldum sínum.

Nútíminn hefur fjallað um átökin sem hafa geisað um eignarhald á blaðinu en þeim lauk í síðustu viku. Þá tóku við læti á ritstjórninni sem enduðu með því að Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sagði upp störfum.

Hallgrímur Thorsteinsson hefur tekið við ritstjórn blaðsins.

Auglýsing

læk

Instagram