Framleiðslustopp í kísilveri vegna eldsvoða

Auglýsing

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. Allt tiltækt slökkvilið var kallað til, starfsmönnum hafði þá tekist að ráða við eldinn að einhverju leyti og var hættan minni en áhorfðist. Hermt er að allt hafi gengið vel en einhverjar skemmdir urðu á búnaði.

Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi segir í samtali við RÚV að starfsfólkið hafi náð að halda eldinum niðri með slökkvitækjum þangað til slökkviliðið mætti.

„Rannsókn málsins er eiginlega ekki hafin. Það kveiknar eldur á jarðhæðinni. við vitum ekki ennþá hvað er að valda. Hvort það var blossi frá framleiðslunni eða rafmagnsbruni. Það kviknar eldur undir svokölluðum töppunarpalli sem líklega hefur verið glussabruni eða rafmagnsbruni sem viðheldur honum svona,“ segir Álfheiður. Segir hún líklegt að þetta verið óheppni.

Stöðva þarf einn ofn af þremur á meðal viðgerð stendur. „Við eigum eftir að meta tjónið betur. Það sem við erum að horfa á núna er vonandi ekki meiri stopp tími en vika.

Auglýsing

Auðvitað þetta er framleiðslutap upp á svona viku og svo eitthvað tjón í tengslum við viðgerðir.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram