today-is-a-good-day

Frans rólegur yfir áreiti frá aðdáendum Sólrúnar Diego: „Mér finnst þetta bara fyndið“

Skilaboð sem Snapchat-stjarnan Sólrún Diego birti um helgina hafa vakið talsverða athygli. Þar biður hún fólk um að hætta að hringja í Frans, kærasta sinn, með fyrirspurnir um hana. „Ég svara öllum fyrirspurnum á Instagram og á Facebook like-síðunni minni eins fljótt og ég get,“ sagði hún þar.

Frans Veigar Garðarsson, kærasti Sólrúnar, segir í samtali við Nútímann að ungir aðdáendur Sólrúnar hafi hringt í sig til að freista þess að fá Sólrúnu til að svara skilaboðum. „Alveg steikt. Svo hafa blaðamenn eða fólk sem er að reyna að fá hana til að auglýsa hringt í mig til að reyna að ná í hana í gegnum mig,“ segir hann.

Sjá einnig: Myndaveisla úr útgáfupartíi Sólrúnar Diego: Snapstjörnur, grínistar og vinir fögnuðu saman

Áreitið er eflaust talsvert þar sem Sólrún er með tugi þúsunda fylgjendur á Snapchat, Facebook og Instagram. Hún sendi frá sér bókina Heima fyrir jólin sem hefur rokið út og var hún um tíma fyrir ofan Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur á lista yfir söluhæstu bækurnar.

Frans segir að aðdáendur Sólrúnar hringi stundum bara til að spyrja út í hitt og þetta. Hann lætur þetta þó ekki fara í taugarnar á sér en finnst þó furðulegast þegar auglýsendur hafa samband við hann. „Mér finnst þetta samt bara fyndið — Sólrúnu fannst þetta eitthvað svo óviðeigandi að hún ákvað að henda skilaboðunum.“

Auglýsing

læk

Instagram