Fréttablaðið flytur á Hafnartorg

Tímamót verða í rekstri Fréttablaðsins í október þegar blaðið flytur skrifstofur sínar á Hafnartorg. Þetta kemur fram í frétt á Vísi um að Elmar Hallgríms Hallgrímsson hafi sagt skilið við blaðið.

Fréttablaðið hefur verið til húsa í Skaftahlíð undanfarin ár en þar var blaðið lengst af undir hatti 365. Sýn hf., sem á meðal annars Vodafone á Íslandi, keypti hins vegar alla miðla 365 í fyrra, nema Fréttablaðið og tímaritið Glamour, og flutti þá til sín í nýjar höfuðstöðvar á Suðurlandsbraut.

Sjá einnig: Svona vildi Sigmundur Davíð að Hafnartorg myndi líta út: „Þetta gengur of langt“

Í frétt á Vísi kemur fram að á föstudaginn hafi starfsfólk Fréttablaðsins skoðað nýja skrifstofu blaðsins á Hafnartorgi. Þar verður blaðið ekki í slæmum félagsskap en H&M opnar þriðju verslun sína á Íslandi í glænýjum verslunarkjarna á Hafnartorgi föstudaginn 12. október.

„H&M verslunin á Hafnartorgi mun einnig hýsa fyrstu H&M Home á Íslandi, nokkuð sem margir hafa eflaust beðið lengi eftir,“ segir í tilkynningu frá sænska fatarisanum.

Auglýsing

læk

Instagram