Friðrik Dór: „Ég er skyndibitakóngur Íslands“

Söngvarinn Friðrik Dór byrjar með matarþáttinn Sósa og salat á Stöð 2 í september. Þátturinn fylgir Frikka um heim skyndibitans á Íslandi og verður í anda Diners, Drive-Ins and Dives, sem Guy Fieri stýrir á Food Network.

„Ég er að fara að tékka á svona búllum frekar en fínum veitingastöðum,“ segir Frikki. „Þetta verður ekki matreiðsluþáttur. Ég er ekki að fara að kenna neinum að matreiða neitt.“

Frikki segir að skyndibiti sé allt of neikvætt orð og að mikið sé lagt í matargerðina. Hann elskar að eigin sögn skyndibita. „Ég er skyndibitakóngur Íslands. Ég er að reyna að gera eitthvað úr því en ekki bara tapa heilsunni. Reyna að græða eitthvað smá á því,“ segir hann í léttum dúr.

Frikki stýrði spjallþætti á Stöð 3 síðasta vetur og virðist finna sig vel í sjónvarpinu. Er tónlistarferillinn að víkja fyrir sjónvarpsferlinum?

„Nei, myndi ekki segja það en ég hef mjög gaman að þessu sjónvarpsstússi.“

Auglýsing

læk

Instagram