Frosti fékk óhugnanlegt bréf í pósti: „Vonandi fer ekki fyrir þér eins og Vilmundi Gylfasyni“

Auglýsing

Frosti Logason, útvarpsmaður í Harmageddon á X977, fékk óhugnanlegt bréf inn um lúguna og birti mynd af því á Facebook í dag. Sendandi bréfsins er nafnlaus og það eins sem stendur í bréfinu er: „Vonandi fer ekki fyrir þér eins og Vilmundi Gylfasyni“.

Vilmundur sat hann á þingi fyrir Alþýðuflokkinn á árunum 1978 til 1983 og var dóms- og kirkjumála- og menntamálaráðherra árin 1979 til 1980. Árið 1983 var Vilmundur kjörinn á þing fyrir Bandalag jafnaðarmanna en seinna sama ár fyrirfór hann sér.

Frosti segist túlka bréfið sem hótunarbréf í samtali við DV. „Algjörlega. Þetta er hótun undir rós. Það fer ekki á milli mála,“ segir hann.

Ég hef oft fengið álíka bréf, yfirleitt hefur það verið frá trúarnötturum sem eru að óska mér vist í helvíti eða Guð muni refsa mér en það er alveg nýtt að taka Vilmund á þetta.

Frosti segist í samtali við DV ekkert ætla að gera í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég fæ slíkan póst og ég kippi mér ekki mikið upp við það,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram