Fyrsta æfing Svölu á sviðinu í Kænugarði, sjáðu fötin sem hún verður í

Auglýsing

Svala og íslenski Eurovision-hópurinn eru komin til Kænugarðs í Úkraínu og það styttist óðum í fyrri undankeppnina sem fer fram eftir tæpa viku. Fyrsta æfingin á sviðinu fór fram í morgun og þar var Svala í fötunum sem hún hannaði tveimur góðum vinum sínum í Los Angeles. Þeir heita John Sakalis og Eddie Debarr.

Í frétt RÚV kemur fram að farangur hópsins hafi ekki komist á leiðarenda þegar þau lentu í Kænugarði í gær. Svala var sem betur fer með sviðsfatnað í handfarangri. Vel gert! Þá segir einnig að Svala muni ekki koma fram í þeim fatnaði sem hún hyggst keppa í, hún muni þó klæðast hluta búningsins á æfingunni.

Svala er í hvítu líkt og þegar hún tók þátt í keppninni á Íslandi en núna er hún með skikkju

Svala er ekki með sérstakan stílista með í för líkt og venjan er heldur ætlar hún að sjá um það sjálf.

Auglýsing

https://twitter.com/razzzvy94/status/858974642291314689

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram