Gaman að taka lögin fyrir pabba og mömmu

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds sendi frá sér plötuna For Now I Am Winter í fyrra. Undanfarin misseri hefur hann komið fram á fleiri en 130 tónleikum um allan heim. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Ólafur:

„Þetta er búið að vera stanslaust núna í eitt og hálft ár og ég ætla að hætta þessu í bili. Við höfum verið að þróa tónleikaprógrammið allt ferðalagið þannig að það verður gaman að flytja prógrammið fullmótað hérna heima.“

Tónleikaferðalaginu lýkur Ólafur í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudagskvöld klukkan 20.30. „Tónleikaferðalagið er tæknilega séð búið en við vildum taka einn lokasprett. Það verður gaman að taka þetta prógramm hér á landi, fyrir mömmu og pabba og svona,“ segir Ólafur í samtali við Fréttablaðið.

Ólafur vinnur nú að tónlist fyrir aðra þáttaröð bresku þáttanna Broadchurch. Hann vann BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í fyrstu þáttaröðinni.

Auglýsing

læk

Instagram