Gera orkustykki úr skordýrum

Auglýsing

Frumkvöðlarnir Búi Aðalsteinsson og Stefán Thoroddsen frá BSF Productions kynntu prótínstykkið Crowbar á sérstökum fjárfestadegi á vegum Startup Reykjavík í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni á föstudag.

Crowbar er ekkert venjulegt orkustykki því næringin kemur hvorki úr mjólkur- né sojavörum, heldur skordýrum — nánar tiltekið úr kribbum (e. cricket).

Á vefsíðu Crowbar kemur fram að það sé náttúrulegt, næringarríkt og sjálfbært orkustykki sem inniheldur mikið magn af prótíni, steinefni á borð við járn og kalk ásamt vítamínum og Omega 3 og 6 fitusýrum. Aðalnæringin er unnin úr kribbum og inniheldur hágæðaprótín sem brotnar niður í aminósýrur, sem eru líkamanum nauðsynlegar.

Við notum kribbur til að gefa fólki raunsætt, sjálfbært val um framúrskarandi næringu í formi orkustykkis. Það er fullkomin næring til að vera með í vasanum, hvort sem þú ert að taka þér tveggja mínútna hlé frá krefjandi göngu eða stökkva á milli funda í vinnunni.

Framleiðsla á Crowbar er ekki hafin en á vefsíðunni er hægt að skrá sig á lista og vera á meðal þeirra fyrstu til kaupa þau þegar þau koma á markað.

Auglýsing

Leiðrétting: Þegar greinin birtist kom ranglega fram að engisprettur séu notaðar í orkustangirnar. Það er röng þýðing á cricket. Hið rétta er að kribbur eru notaðar í framleiðsluna.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram