Gísli geimfari í sýndarferð Nasa til Mars

Auglýsing

Athafnamaðurinn Gísli Gíslason, fram­kvæmda­stjóri Even, bíður nú eftir því að fara út í geim með Virgin Galactic, sem er í eigu auðkýfingsins Richard Branson. Gísli er búinn að fara í þjálfun til Bandaríkjanna og hefur nú fengið boð frá Nasa um að fara í sérstaka sýndarferð til Mars.

„Já, maður verður að prufa allt,“ segir Gísli spurður hvort hann ætli að þiggja boðið.

Ég fékk sendan miða frá Nasa um að fara í sýndarferð til Mars. Ég held að þau séu að bjóða fólki sem er á leiðinni út í geim. En ég er ekki að fara til Mars, það er bara one way ticket þangað.

Gísli á miða númer 258 með Virgin Galactic út í geim. Geimferðirnar eru ekki hafnar en búist er við að fyrsta ferðin verði farin í lok árs. Gísli bíður pollrólegur en telur að hann komist að í lok næsta árs eða á því þarnæsta. Hann segir þó að það sé möguleiki að komast fyrr ef einhver á undan honum hættir við.

„Ég vil allavega ekki fara í fyrstu ferðina,“ segir hann léttur.

Auglýsing

Í sumar fór Gísli til Fíladelfíu í Bandaríkjunum þar sem hann var fékk þjálfun fyrir væntanlega geimferð. Hluti af þjálfuninni var að fara í sérstaka þeytivindu þar sem líkt er eftir þrýstingnum sem skapast þegar flogið er út í geim.

„Ég fékk mest á mig 6,4 g. Ég veit ekki um neinn Íslending sem hefur fengið á sig þannig þrýsting,“ segir Gísli en bendir á að kanadíski geimfarinn Bjarni Tryggvason, sem er af íslenskum ættum, hafi mögulega upplifað slíkan þrýsting. „Það var eins og fíll væri að setjast á mig.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram