Gísli Pálmi kom ekki fram á Dýrafjarðardögum eins og stóð til: „Hann var bara ekki í ástandi“

Auglýsing

Rapparinn vinsæli Gísli Pálmi Sigurðarson kom ekki fram á Dýrafjarðardögum í ár eins og auglýst hafði verið. Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar segir að hann hafi ekki verið í ástandi til að skemmta á barnaskemmtun. Þetta kemur fram á vef Vísis í dag.

Þar er haft eftir Pétri Albert að það hafi ekki verið ætlunin að gera neitt mál úr þessu en rapparinn hafi einfaldlega ekki verið í ástandi. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík en þegar hann átti að stíga á svið sáu skipuleggjendur fyrir að það myndi ekki ganga. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið, hann var bara ekki í ástandi,“ segir Pétur á Vísi.is.

„Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“

Gísli Pálmi hefur lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn og hefur sagt opinskátt frá baráttu sinni, meðal annars í sjónvarpsþættinum Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram