Glæfraakstur Strætóbílstjóra náðist á myndband: „Svona á ekki að gerast“

Myndband sem sýnir glæfralegan framúrakstur Strætóbílstjóra hefur vakið mikla athygli. Málið verður tekið föstum tökum. Þetta kemur fram á Vísi en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Myndbandið sýnir þegar strætóbílstjórinn tekur fram úr bíl á Akrafjallsvegi í gær. Ökumaður bíls sem kemur úr gagnstæðri átt neyðist til að beygja út í kannt til að forðast árekstur við strætóinn. Þá þarf bíllinn sem Strætóbiæstjórinn tók fram úr einnig að nauðhemla.

Gísli Jens Friðjónsson, forstjóri Hópbíla sem sér um aksturinn, segir á Vísi að rætt verði við vagnstjórann í dag.

Þetta verður tekið föstum tökum hjá okkur. Svona á ekki að gerast.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Hvað finnst ykkur um aksturslag strætóbílstjórans?

Posted by Flosi Pálsson on Thursday, June 25, 2015

Auglýsing

læk

Instagram