Glowie opnar sig á Instagram: „Lífið er of stutt til að velta sér upp úr því hvað öðru fólki finnst um þig“

Söngkonan Sara Pétursdóttir eða Glowie eins og hún kallar sig hvetur fólk til að láta ekki skoðanir fólks stjórna því hvernig það lifir lífinu. Þetta segir hún í áhrifamikill færslu sem hún lætur fylgja mynd á Instagram.

Í færslunni segir Sara frá því að fólk hafi sífellt sett út á holdarfar hennar í æsku sem hafði mikil áhrif á líf hennar. Hún segir einnig frá því að hún hafi verið misnotuð af strák sem hún þekkti þegar hún var 16 ára gömul. Atvikið hafði djúpstæð áhrif á líf Söru sem varð í kjölfarið mjög þunglynd og sjálfsmorðshugleiðingar leituðu á hana.

Sara sem alltaf hefur verið mjög grönn fékk ótal athugasemdir um holdarfar sitt í æsku. Þegar hún hætti að stunda íþróttir 16 ára gömul til einbeita sér að tónlist fór hún að lifa óheilbrigðari lífstíl. Hún fór að borða mikið af óhollum mat í von um að þyngjast því hún trúði því að hún væri ekki venjuleg og þyrfti að bæta á sig. „Lífið er of stutt til að velta sér upp úr því hvað öðru fólki finnst um þig. Vertu þú sjálfur — ekki það sem aðrir sjá,“ segir Sara í lok færslunnar.

Sara segir í samtali við Nútímann að það hafi verið á þessum tíma sem hún var misnotuð. „Ég var 16 ára og þetta var strákur sem var minn fyrsti koss. Ég hafði bara hitt hann einu sinni áður en þetta gerðist. Atvikið gerðist í svefnherberginu mín þegar foreldrar mínir voru ekki heima,“ segir hún. 

Það tók Söru marga mánuði að átta sig á því hvað hefði gerast og hún kenndi sjálfri sér um hvernig fór. „Í nokkra mánuði eftir atvikið þá hélt ég að þetta væri mér að kenna og ég sagði engum frá þessu. Lokaði mig alveg af og fór að díla við þunglyndi,“ segir hún.

Til að útskýra hversu djúpt ég var komin þá hugsaði ég stundum þannig að öllum væri sama þótt ég myndi deyja.

Sara sagði frá því í þættinum Ísþjóðinni með Ragnhildi Steinunni, að hún hefði orðið fyrir kynferðsofbeldi. Sara gerði nýverið mjög stóran plötusamning við Columbia Records í Bretlandi og RCA í Bandaríkjunum og segir í samtali við Nútímann að hún vilji koma þessu atviki frá sér áður en hún heldur á vit ævintýranna. „Það eru svo stórir hlutir að gerast hjá mér núna að það var mikilvægt að koma þessu frá sér áður en ævintýrið hefst. Samt mun ég aldrei gleyma þessu kvöldi,“ segir Sara.

Fyrir þremur árum síðan kynntist Sara núverandi kærasta sínum, Gunnlaugi Andra Eyþórssyni, sem að sögn Söru tók henni eins og hún er. Þá hefur hún verið í meðferð hjá sálfræðingi til að vinna út atvikinu, „Gulli er ástin í lífinu mínu sem hjálpaði mér uppúr þessum dimma staðnum og varð líka minn besti vinur. Ég búin að fara í sálfræði meðferð hjá Gyðu Eyjólfsdóttur, hún hjálpaði mér svo mikið að losa um reiðina og óöruggið.“

Hún geri sér grein fyrir því að margar stelpur horfa upp til sín og vill vera góð fyrirmynd. „Að vera Glowie og sjá stelpur á öllum aldri horfa upp til þín, þá að sjálfsögðu langar manni að gera allt til að hjálpa þeim sem hafa verið í svipuðum sporum.“

View this post on Instagram

STOP STARVING YOURSELF! YOU ARE WAY TOO SKINNY!, you need to go eat a sandwich, did you forget to eat breakfast, it must be hard to find clothes that fit on you, you look like you're sick! I have always been a skinny girl, nothing wrong with that, I was not sick or anything, no matter how much I ate, nothing happened. I was a dancer, started when I was 7 and stopped at 16, learned classic ballet, jazz ballet, contemporary dance and more, up to 8 times per week, so that kept me in shape. While living this healthy life, I was called names for being too skinny, I tried not to listen to them, but without realising it, I believed them. Then at 16 I stopped dancing so I could focus more on music, I got out of shape and started to live this very unhealthy life, I ate a lot of trash food on purpose because I was tired of being so skinny, I believed the people who told me it was not normal to be this skinny, but really that was just who I was. At that time I was sexually abused by a guy I was on a second date with, and that changed my life forever, but I will tell you more about that later. Anyway, I got really depressed after that and was just in a really dark place…even had suicidal thoughts at times. When I was 17 I met the love of my life. Today we have been together for 3 years. He never said I was too skinny or too fat or that I needed to change my body. He loved me for who I am and he taught me to love myself. My point is…don't let other people's opinion controul how you feel about yourself or how you live your life. I share this with you hoping to inspire all of you to look in the mirror and wonder if you're happy with yourself. Everybody deserves to be happy. Life is too short to be wondering what other people think of you. Be who you wanna be, not what others want to see. #fknbodyproud

A post shared by Glowie (@itsglowie) on

Auglýsing

læk

Instagram