Glúmur kennir sér um dauða systur sinnar: „Ef ég hefði bara hitt hana þetta kvöld“

[the_ad_group id="3076"]

Glúmur Baldvinsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni en það er í senn einlægt og átakanlegt. Þar opnar Glúmur sig til dæmis um andlát systur sinnar, Snæfríðar Baldvinsdóttur, og þau samskipti sem hann átti við hana daginn áður en hún lést.

„Hún hafði einhverjar áhyggjur af bróður sínum og ég var bara ekki á góðum stað á þessum tíma, 2013. Ég var þunglyndur og bara „out“ sko. Nýkominn frá Afganistan og ég vissi ekki hvað mig langaði að gera lengur. Hvern djöfulinn ég átti að gera á Íslandi og ég var bara mjög dapur,“ segir Glúmur þegar hann lítur tilbaka og segir frá aðdraganda þess að hann fær hið örlagaríka símtal um að systir hans sé dáin.

„Pabbi, pabbi, afhverju svararu ekki?!?!?!“

„Hún vildi tala við mig og reyna að hressa mig við og reyna að berja í mig kjark og spyr mig hvort við eigum ekki að hittast á morgun. Þetta er á fimmtudagskvöldi: „Hittumst á morgun, föstudagssíðdegi og fáum okkur dinner?“ segir Snæfríður. Þau systkini voru mjög náin, eins og kemur fram í spjalli þeirra Glúms og Frosta. En vegna þráláts þunglyndis að þá fær Glúmur sig ekki til þess að hitta hana þetta kvöld og biður hana að fresta þessu bara til morgundagsins. Sá morgun var laugardagurinn 19. janúar.

„Svo kemur laugardagsmorguninn og þá byrjar síminn að hringja og hringja frá bara átta um morguninn. Ég bara slökkti á símanum. Ég hugsaði: „Af hverju lætur fólk mig ekki í friði, það er laugardagsmorgun.“ Svo loksins fer ég á fætur um tólf og fer út í bíl og fer að keyra eitthvað. Það var þá sem ég loksins svara símanum og þá er dóttir mín að hringja: „Pabbi, pabbi, afhverju svararu ekki?!?!?!“ Ég spyr bara hvað sé að….“

„Hún Dídí systir þín er dáin,“

[the_ad_group id="3077"]

„Þá segir dóttir mín: „Hún Dídí systir þín er dáin,“ segir Glúmur og bætir við að hann hafi þarna stöðvað aksturinn og gjörsamlega missti vitið. Hann æpti bara út í loftið og trúði þessu ekki. Þessi atburðarrás hefur haft gríðarleg áhrif á líf Glúms sem enn kennir sjálfum sér um andlát systur sinnar.

Kafnaði í svefni eftir flogaveikiskast

„Ég hef alltaf kennt mér um, ef ég hefði hitt hana þetta kvöld eins og við vorum búin að plana að þá hefði ég kannski getað komið í veg fyrir þetta. Þá hefðu hlutirnir þróast öðruvísi,“ segir Glúmur og heldur áfram og lýsir því hvað í raun og veru gerðist fyrir systur sína: „Hún kafnaði í svefni og hún var ein, vegna þess að hún fékk þetta kast, flogaveikiskast. Þá var enginn á svæðinu. Þetta er svakalega þungt áfall því hún var náttúrulega bara uppáhaldssystir mín.“

Glúmur leitaði í flöskuna til að díla við skyndilegt fráfall systur sinnar, lokaði sig af og fór ekkert út úr húsi eða eins og hann orðar það í viðtalinu við Frosta: „Ég lét bara ekki sjá mig.“ Þá segir hann vini sína hafa reynt að fá hann út til þess að lífga aðeins upp á hann eins og hann orðar sjálfar en það hafi tekið fjórar vikur.

„Mér fannst enginn eiginlega skilja þetta eða taka þessu nægilega alvarlega,“ segir Glúmur sem átti erfitt með að vinna sig út úr áfallinu því eftir stóðu spurningar sem engum svör virtust fáanleg við: „Ég var brjálaður og skyldi aldrei afhverju fengum aldrei neina krufningu, það tók eitthvað um hálft ár og hún var á kínversku. Ég skildi þetta aldrei. Voru einhver læknamistök til dæmis. Hún var á lyfjum og var að reyna að eignast barn, mátti blanda þessu saman til dæmis? Svo ég var að spyrja sjálfan mig ýmissa spurninga. Ég var að vera geðveikur á öllum þessum spurningum. Foreldrar mínir reyndu að fela sorgina og ég leitaði bara í áfengið. Kolbrún systir mín var í útlöndum á þessum tíma en það var lítill samgangur á milli okkur hvorteðer.“

Á þessum tíma var mikið fjallað um fjölskyldu Glúms í öllum helsti fjölmiðlum landsins en þá hafði Aldís stigið fram og sakað föður sinn, Jón Baldvin Hannibalsson, um alvarlegt kynferðisofbeldi.

„Svo gerist þetta trekk í trekk og vandamálið er að ég missti hana.“

„Aldís systir mín elsta, hún var bara ennþá áfram í herferð gegn föður mínum á þessum tíma. Þetta var frekar ljótt. Hún veikist þegar hún er komin hátt á þrítugsaldur. Þá þarf hún að fara á spítala, því miður, á geðdeild og það var mikið áfall fyrir mig. Svo gerist þetta trekk í trekk og vandamálið er að ég missti hana. Ég bara missti hana inn í þetta,“ segir Glúmur sem á erfitt með að ræða þessa hluti.

„Ég hef ekki séð hana meira en í áratug, man ekki hvenær það var. Ætli það hafi ekki verið í kringum 2005. Hún sótti líka mikið í kristni en var aldrei mikil kristin kona. Þetta var ofsalega skemmtilegt stelpa. Unun að vera með henni og ég elskaði hana, bara virkilega,“ segir Glúmur og bætir við: „Núna á ég bara eina eftir.“

Ekki missa af þessu átakanlega og áhugaverðu viðtali Glúm Baldvinsson um lífið, fíknina og áföllin sem hafa dunið á honum og fjölskyldu hans síðustu ár. Viðtalið má bæði hlusta og sjá í heild sinni á Brotkast.is.

Auglýsing

læk

Instagram